Samlokan sem mun kollvarpa heimsmynd þinni

mbl.is/Huffinton Post

Hér gef­ur að líta mögu­lega þá girni­leg­ustu sam­loku sem sést hef­ur enda sam­an­stend­ur hún af súr­deigs­brauði, brie-osti, bei­koni og fíkjusultu.

Sam­lok­an fær hörðustu sam­loku­and­stæðinga til að skipta snar­lega um skoðun (já, til er það fólk sem tel­ur að sam­lok­ur séu óæðri mat­ur) enda er þetta sann­kölluð gour­met-sprengja svo ekki sé fast­ar að orði kveðið.

Samlokan sem mun kollvarpa heimsmynd þinni

Vista Prenta
Grilluð sam­loka með brie, bei­koni og sultu
  • 4 msk. smjör við stofu­hita
  • 4 sneiðar af súr­deigs­brauði
  • 6 væn­ar sneiðar af bei­koni
  • 1 lauk­ur, skor­inn í tvennt og svo í þunn­ar sneiðar
  • 1 msk. bal­sa­mik-edik
  • 2 msk. fíkjusulta
  • 120 g brie ost­ur í sneiðum

Aðferð:

  1. Steikið bei­konið uns stökkt og stór­glæsi­legt. Leggið til hliðar. Steikið lauk­inn á pönn­unni (notið fit­una af bei­kon­inu) uns hann er far­inn að brún­ast í ró­leg­heit­un­um. Bætið bal­sa­mik-ed­iki á pönn­una og eldið í eina mín­útu til viðbót­ar.
  2. Setjið smjörið ríf­lega öðru meg­in á hverja brauðsneið. Smyrjið sult­unni á hina hliðina. Setjið síðan kar­meliseraða lauk­inn ofan á sultu­hliðina, svo bei­kon og loks brie ost­inn. Setjið aðra brauðsneið ofan á og látið smjör­hliðina snúa upp.
  3. Setjið sam­lok­una á pönnu og steikið í 3-4 mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til ost­ur­inn er far­inn að leka ómót­stæðilega út og brauðið sjálft er orðið stökkt.
mbl.is/​Huff­ingt­on Post
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert