Það eru eflaust einhverjir búnir að taka út veikindi þessa dagana og varla hjá því komist á þessum árstíma. Það eru nokkur atriði sem auðvelt er að hafa í huga heima fyrir til að fyrirbyggja að flensan yfirfærist á restina af heimilisfólkinu.
- Þvoið hendurnar. Þvoið vel á ykkur hendurnar og ef það er einhver á heimilinu sem er veikur er gott ráð að þurrka af handfanginu á krananum reglulega.
- Ef smábörn eru á heimilinu er ráðlegt að þurrka af dótinu þeirra með sóttheinsandi klútum. Sérstaklega af þeim leikföngum sem eiga það til að fara beint upp í munninn hjá minnstu krílunum.
- Lyklaborð og tölvumýs eru fullar af bakteríum, heima og í vinnunni. Alveg nauðsynlegt að þrífa það reglulega hvort sem þú vilt forðast veikindi eða ekki.
- Gott ráð er að þurrka af slökkvurum, handfanginu á ísskápnum og hurðarhúnum – og þá helst daglega ef einhver er veikur heima.
Ágætisráð er að þurrka af krananum reglulega ef einhver er veikur á heimilinu.
mbl.is/Shutterstock