Ómótstæðilegt chili con carne með salati og avókadó

mbl.is/

Í þessari vetrar- og flensutíð er fátt betra en góður pottréttur sem yljar inn að beini og veitir góða næringu. Ekki spillir fyrir ef hann er lágkolvetna en það eru meistararnir í Einn, tveir og elda sem eiga þessa uppskrift. 

Lágkolvetna chili con carne með salati og avókadó 

Uppskrift fyrir 2-3 

  • 400 gr. nautahakk 
  • 1 stk. rauð paprika 
  • 1 stk. laukur 
  • 2 tsk. taco-kryddblanda, t.d. frá Santa Maria 
  • 1 hvítlauksgeiri 
  • 200 gr. hakkaðir tómatar 
  • 1 msk. tómatpúrra 
  • 200 gr. rauðar nýrnabaunir 
  • 50 gr. salatblanda 
  • 1 stk. fullþroskað avókadó 

Aðferð: 

  1. Saxið lauk, papriku og hvítlauk og hitið 1 msk. af olíu á pönnu.
  2. Steikið grænmetið á vel heitri pönnunni í um það bil 2 mínútur ásamt kryddblöndunni og hrærið vel saman. Bætið olíu út á pönnuna ef þess þarf.
  3. Skolið og þerrið nýrnabaunirnar, skerið avókadó langsum, fjarlægið hýðið og kjarnann og skerið í bita.
  4. Bætið nautahakkinu út á pönnuna og steikið þar til orðið brúnt, kryddið til með salti og pipar. Bætið þá 150 ml af vatni út á pönnuna ásamt hökkuðu tómötunum og tómatpúrrunni og leyfið þessu að malla á miðlungshita í um það bil 10 mínútur. Bætið þá nýrnabaununum út á og leyfið réttinum að malla í aðrar 10 mínútur. Berið réttinn fram ásamt salatinu og avókadóinu. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka