Ruglað góð panini-samloka

Girnilegasta samlokan er fundin!
Girnilegasta samlokan er fundin! mbl.is/Erika Lapresto

Það eru ef­laust fleiri en við sem eiga erfitt með að stand­ast girni­leg­ar sam­lok­ur. Hér kem­ur ein löðrandi girni­leg með græn­káli og nóg af osti.

Ruglað góð panini-samloka

Vista Prenta

Ruglað góð pan­ini-sam­loka

  • 1 búnt græn­kál
  • 1 bolli fersk basilika
  • ½ bolli ólífu­olía (og aðeins meira til að pensla brauðið)
  • ¼ bolli nýrif­inn par­mes­an
  • ¼ bolli val­hnet­ur
  • 1 hvít­lauksrif
  • Sjáv­ar­salt
  • Cia­batta-brauð eða focaccia
  • Kalk­úna- eða kjúk­linga­bringa
  • 1 stór tóm­at­ur, skor­inn í sneiðar
  • Mozzar­ella-ost­ur, skor­inn í sneiðar

Aðferð:

  1. Setjið græn­kál, basiliku og ólífu­olíu í mat­vinnslu­vél og blandið vel sam­an. Bætið við par­mes­an, val­hnet­um, hvít­lauk og salti og blandið sam­an við.
  2. Smyrjið græn­káls­blönd­unni á brauðið og raðið kalk­únasneiðum, tómöt­um og mozzar­ella ofan á. Penslið brauðið með ólífu­olíu.
  3. Hitið sam­lokugrill og setjið sam­lok­una þar á, þrýstið létti­lega ofan á til að hún klapp­ist bet­ur sam­an. Sam­lok­an er til­bú­in þegar hún er orðin gyllt á lit og ost­ur­inn bráðnaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert