Bragðgóðar eplamúffur með kókos

Eplamúffur eru allt sem þú þarft á köldum vetrardögum.
Eplamúffur eru allt sem þú þarft á köldum vetrardögum. mbl.is/Maria Warnke Nørregaard

Múffur metta – múffur gleðja – múffur eru auðveldar að baka. Við bjóðum hér upp á girnilega uppskrift að eplamúffum með hnetum og kókos. Þetta er allt sem þú þarft inn í líf þitt þessa dagana.

Bragðgóðar eplamúffur með kókos (12 stk.)

  • 150 g heilhveiti, sigtað
  • 150 g hveiti
  • 125 g kókossykur
  • 3 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. sjávarsalt
  • 1 msk. vanillusykur
  • 1 msk. kanill
  • 1 tsk. engifer
  • 4 msk. hunang
  • 1 egg
  • 2,5 dl mjólk
  • ¾ dl hnetuolía
  • 2 stór eða 3 lítil epli, hökkuð
  • 50 g heslihnetuflögur

Annað:

  • 1 msk. kókossykur
  • 1 msk. heslihnetukjarnar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 175°. Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
  2. Takið fram aðra skál og pískið saman egg, hunang, mjólk og olíu. Blandið saman við þurrefnin ásamt eplum og hnetum.
  3. Skiptið deiginu jafnt í 12 muffinsform og skreytið með kókossykri og hnetum. Bakið í 20-25 mínútur þar til kökurnar verða gylltar að lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka