Bragðgóðar eplamúffur með kókos

Eplamúffur eru allt sem þú þarft á köldum vetrardögum.
Eplamúffur eru allt sem þú þarft á köldum vetrardögum. mbl.is/Maria Warnke Nørregaard

Múff­ur metta – múff­ur gleðja – múff­ur eru auðveld­ar að baka. Við bjóðum hér upp á girni­lega upp­skrift að eplamúff­um með hnet­um og kó­kos. Þetta er allt sem þú þarft inn í líf þitt þessa dag­ana.

Bragðgóðar eplamúffur með kókos

Vista Prenta

Bragðgóðar eplamúff­ur með kó­kos (12 stk.)

  • 150 g heil­hveiti, sigtað
  • 150 g hveiti
  • 125 g kó­kossyk­ur
  • 3 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 msk. vanillu­syk­ur
  • 1 msk. kanill
  • 1 tsk. engi­fer
  • 4 msk. hun­ang
  • 1 egg
  • 2,5 dl mjólk
  • ¾ dl hnetu­olía
  • 2 stór eða 3 lít­il epli, hökkuð
  • 50 g hesli­hnetu­f­lög­ur

Annað:

  • 1 msk. kó­kossyk­ur
  • 1 msk. hesli­hnetukjarn­ar

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 175°. Blandið öll­um þur­refn­um sam­an í skál.
  2. Takið fram aðra skál og pískið sam­an egg, hun­ang, mjólk og olíu. Blandið sam­an við þur­refn­in ásamt epl­um og hnet­um.
  3. Skiptið deig­inu jafnt í 12 muff­ins­form og skreytið með kó­kossykri og hnet­um. Bakið í 20-25 mín­út­ur þar til kök­urn­ar verða gyllt­ar að lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert