Ómótstæðilegur brauðréttur með osti og parmaskinku

mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Brauðrétt­ir njóta mik­illa vin­sælda enda burðar­virkið í góðri veislu að margra mati. Þessi brauðrétt­ur er í senn ein­fald­ur og fá­rán­lega góm­sæt­ur. Hver elsk­ar ekki brauðrétt sem er löðrandi í osti og skreytt­ur með parma­skinku?

Það er Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir á mömm­ur.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld en hægt er að nálg­ast mat­ar­bloggið henn­ar HÉR.

Ómótstæðilegur brauðréttur með osti og parmaskinku

Vista Prenta

Ómót­stæðileg­ur brauðrétt­ur með osti og parma­skinku

Upp­skrift:

  • Bagu­ette-brauð eða annað sam­bæri­legt brauð

Fyll­ing:

  • Smurost­ur með bei­koni frá MS
  • Rautt pestó
  • Óðals-Mari­bo í sneiðum
  • Dala-hring­ur
  • Parma­skinka
  • Rif­inn Mozzar­ella ost­ur frá Gott í mat­inn
  • Hvít­laukskrydd­blanda

Aðferð:

  1. Skerið litl­ar rif­ur í bagu­ette-brauðið og gætið þess að skera ekki al­veg í gegn­um það.
  2. Hver brauðrifa er smurð með beikonsmur­orsti og pestó.
  3. Mari­bo-ost­ur­inn er skor­inn í tvennt, ost­ur­inn sett­ur ofan á parma­skink­una ásamt lít­illi sneið af Dala-hring. Skink­an er svo brot­in sam­an og sett í hverja brauðrifu.
  4. Dreifið rifn­um mozzar­ella osti er yfir brauðið ásamt hvít­laukskrydd­blöndu.
  5. Hitið brauðið við 175°C gráður í um 10 mín­út­ur.
  6. Dá­sam­lega gott með rifs­berja­sultu og vín­berj­um.
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert