Fljótlegur fiskréttur sem fellur í kramið

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
Það er fátt meira viðeig­andi í dag en góður fisk­ur og hér gef­ur að líta upp­skrift sem er al­veg hreint dá­sam­lega ein­föld og ljúf­feng. 
Meira biðjum við víst ekki um en það er Gígja S. Guðjóns­dótt­ir sem á heiður­inn að upp­skrift­inni en mat­ar­bloggið henn­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Fljótlegur fiskréttur sem fellur í kramið

Vista Prenta
Ofn­bakaður þorsk­ur í sítr­ónu-rjómasósu
Upp­skrift fyr­ir 3-4
 
Und­ir­bún­ing­ur: 5 mín.
Eld­un: 20-25 mín.
Heild­ar­tími: 25-30 mín
 
Ofn­inn er hitaður í 200 gráður
  • 4-5 þorskstykki
  • 50 gr. smjör
  • 1/​2 bolli rjómi
  • 2 msk. hun­angs dijon-sinn­ep
  • 1 og hálf msk. sítr­ónusafi
  • salt og pip­ar
  • Shallot-lauk­ur
  • parsley-krydd og sítr­ónusneiðar
 
Aðferð:
  1. Fisk­ur­inn er sett­ur í eld­fast form og hann kryddaður með salti og pip­ar á báðum hliðum
  2. Smátt skor­inn shallot-lauk­ur­inn er næst sett­ur yfir fisk­inn
  3. Í skál fer smjör, rjómi, dijon, sítr­ónusafi, salt og pip­ar og hitað í ör­bylgju­ofni tvisvar sinn­um í 30 sek. og hrært á milli
  4. Síðan er sós­unni hellt yfir fisk­inn og hann kryddaður með parsley og skreytt­ur með sítr­ónusneiðum
  5. Fisk­ur­inn er næst sett­ur inn í ofn í 20-25 mín­út­ur, fer svo­lítið eft­ir hversu þykk fiskstykki þið eruð með
 
Með fiskn­um var ég með grjón og hvít­lauks­brauð, hvít­lauks­brauðið fór inn í ofn á sama tíma og fisk­ur­inn og grjón­in í pott einnig á sama tíma.
Hér er búið að hella sósunni yfir fiskinn.
Hér er búið að hella sós­unni yfir fisk­inn. mbl.is/​Gígja S. Guðjóns­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert