Húsráð Tobbu: Ekki henda gömlum tannburstum! 

SAUL LOEB

Það er ein­stak­lega leiðingj­arnt að horfa á gul­an hring­inn sem mynd­ast gjarn­an í kring­um niður­föll í vösk­um og oft utan um blönd­un­ar­tæk­in sjálf þar sem þau nema við vaskinn. Dag eft­ir dag star­ir maður í þenn­an gula hring von­leys­is­ins, sér­stak­lega þegar tenn­urn­ar eru burstaðar.

„Einn dag­inn þríf ég þetta,“ hugs­ar þú kannski án þess að setja þess­ar tvær aðgerðir sam­an í hug­an­um.Það er að segja tann­burst­ann og ógeðshring­inn. Það er nefni­lega mik­il snilld að geyma gaml­an tann­bursta og nota til að skrúbba hring­inn burt. Tann­krem, mat­ar­sódi, ast­on­is­h­duft (í bláu boxun­um) eða bleika hreinsikremið virk­ar allt afar vel á þenn­an sér­lega hvim­leiða gula þrjót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert