Hið fullkomna sætkartöflu-nachos

Hollari útgáfan af nachos rétti – alls ekkert síðri en …
Hollari útgáfan af nachos rétti – alls ekkert síðri en eitthvað annað. mbl.is/Bbcgoodfood.com

Hér bjóðum við upp á hollu útgáfuna af nachos-rétti. Þennan mætti kannski reyna að plata ofan í krakkana eða bjóða upp á í næsta saumaklúbbi.

Sætkartöflu nachos

  • 3 litlar sætar kartöflur (um 600 g)
  • 1 msk. rapsolía
  • 400 g dós svartar baunir
  • 100 g salsa-sósa
  • 40 g cheddar-ostur
  • 1 avocado
  • 1 lime
  • kóriander
  • ½ rauðlaukur, smátt skorinn

Aðferð:

  1. Stingið í kartöflurnar og setjið inn í örbylgjuofn í 10 mínútur (eða á 180° á blæstri inn í ofn í 40 mínútur).
  2. Hitið ofninn í 200° á blæstri. Skerið kartöflurnar til helminga og skafið gróflega helminginn úr og geymið (hægt að setja í frysti og nota seinna). Skerið næst kartöflurnar í langa báta og nuddið upp úr olíu. Raðið kartöflubátunum á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur þar til þær verða „krispí“.
  3. Dreifið baununum þá yfir ásamt salsa og osti og setjið aftur inn í ofn í 10-15 mínútur, þar til osturinn hefur bráðnað.
  4. Skerið avocado niður og kreistið safa úr lime yfir. Hellið avocado yfir réttinn ásamt coríander og rauðlauk.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka