Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

mbl.is/Cravings: Hungry for more

Morg­un­verðar­vöffl­ur eins og þær ger­ast best­ar! Hér er það eng­in önn­ur en Chris­sy Teig­en sem deil­ir upp­skrift úr bók sinni Cra­vings: Hungry for more sem kom út á dög­un­um. Upp­skrift­in er al­veg hreint upp á tíu og sann­ar­lega til þess fall­in að gera sunnu­dag­inn enn betri.

Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur.
Chris­sy Teig­en er mik­ill ástíðukokk­ur. mbl.is/

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

Vista Prenta

Morg­un­verðar­vöffl­ur Chris­sy Teig­en

  • 1 bolli hveiti
  • 1 tsk lyfti­duft
  • ½ tsk mat­ar­sódi
  • 1 tsk nýmalaður svart­ur pip­ar
  • 1 ¼ bolli súr­mjólk
  • 3 msk bráðið smjör
  • 1 stórt egg
  • 1 ½ bolli fínt rif­in par­mes­an ost­ur
  • Með pönnu­kök­un­um skal bera fram:
  • 4 egg - elduð eins og þér finnst best
  • 8 sneiðar af bei­koni
  • síróp að eig­in vali
Aðferð:
  1. Hitið ofn­inn eins lítið og kost­ur er.
  2. Blandið sam­an hveiti, lyfti­dufti, mat­ar­sóda, salti og pip­ar í stóra skál. Í aðra skál skal píska sam­an súr­mjólk, bræddu smjöri og egg­inu uns blandað.
  3. Bætið blautu hrá­efn­un­um sam­an við þurru hrá­efn­in og pískið uns nokkuð gott - má þó vera ögn kekkj­ótt. Setjið par­mes­an ost­inn út í blönd­una og pískið. 
  4. Hitið hefðbundið vöfflu­járn (ekki belg­ískt). Penslið með bræddu smjöri og bakið vöffl­urn­ar eins og lög og regl­ur gera ráð fyr­ir.
  5. Setjið vöffl­urn­ar á disk og setjið egg og tvær sneiðar af bei­koni með. Sullið sírópi yfir og rífið loks ögn af par­mes­an osti yfir.
Hér gefur að líta forsíðu bókarinnar.
Hér gef­ur að líta forsíðu bók­ar­inn­ar. mbl.is/
mbl.is/​Cra­vings
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert