Rúgbrauð sem allir geta bakað

mbl.is/María Gomez

„Ef þið eruð að elda fisk þá er þessi upp­skrift ekki að fara að tefja ykk­ur neitt þó þið ákveðið að henda í eitt svona brauð því það tek­ur ekki nema eins og fimm mín­út­ur að henda í það og 30 mín­út­ur að baka það.“

Það er eng­in önn­ur en María Gó­mez sem á þetta ómót­stæðilega brauð sem virðist bara hreint mjög viðráðan­legt þannig að þið sem mikluðuð það fyr­ir ykk­ur að baka rúg­brauð getið hætt því í snar­hasti því þetta er í senn ein­falt og gott.

María Gó­mes - Paz.is

Rúgbrauð sem allir geta bakað

Vista Prenta

Rúg­brauð sem all­ir geta bakað

Leyni­hrá­efnið hér er Melassi sem ger­ir brauðið sætt, rakt og dökkt á lit­inn eins og al­vöru rúg­brauð á að vera. Melassi er dökkt, þykkt en ekki mjög sætt síróp sem verður til þegar syk­ur er unn­inn úr syk­ur­reyr.

Melass­an hef ég keypt í Fræ­inu í Fjarðar­kaup­um en býst við að hann fá­ist einnig í Hag­kaup og heilsu­búðunum.

Í eitt lítið brauð þarf: (Með þess­ari upp­skrift verður brauðið svona litl­ar sneiðar en ef þið villjið hafa það stór­ar sneiðar þá þarf að tvö­falda upp­skrift­ina)

  • 2 dl rúg­mjöl
  • 2 ½ dl spelt (gróft eða fínt, þið ráðið eða blandað sam­an)
  • 1 msk vín­steins­lyfti­duft
  • ½ tsk salt (fínt borðsalt)
  • 1 dl Melassi
  • 1 dl AB mjólk
  • 1 ½ dl soðið heitt vatn

Aðferð:

  1. Blandið sam­an öll­um þur­refn­um í skál og hrærið með sleif
  2. Setjið næst Ab mjólk (ekki hræra strax)
  3. Setjið svo Melassa og sjóðandi heita vatnið sam­an og hrærið vel í glasi eða lít­illri skál svo melass­in leys­ist vel upp
  4. Hellið svo út í þur­refn­in og AB mjólk­ina og hrærið öllu vel sam­an með sleif. Passið að hæra bara þar til allt er vel blandað sam­an og reynið að hræra sem allra minnst svo brauðið verði ekki seigt.
  5. Setjið í smurt brauðform
  6. Bakið á 180-190 C°blæstri í 35-40 mín­út­ur
  7. Þegar brauðið á að vera til er gott að stinga ofan í það hníf og ef hann kem­ur hreinn upp úr er brauðið til.
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert