Pottarnir sem Gwyneth Palthrow elskar

Vinsælu pottarnir frá Great Jones eru ómissandi í eldhúsið.
Vinsælu pottarnir frá Great Jones eru ómissandi í eldhúsið. mbl.is/Tori Williams

Við megum til með að sýna ykkur þessa geggjuðu potta, eða réttara sagt pottafjölskyldu, því þeir finnast í öllum stærðum og gerðum og henta undir alla þá matargerð sem þú fæst við. Við erum að tala um steypujárnspotta frá Great Jones sem mega fara inn í ofn og uppþvottavél – það er sú fullkomnun.

Uppsprettan kemur frá tveimur æskuvinkonum sem kynntust fyrir löngu síðan í sumarbúðum yfir íssamloku og pizzu, og hanna potta og pönnur í dag. Stelpurnar eru báðar miklir matgæðingar og segja að ánægju sé að finna í allri matargerð, jafnvel í einfaldleika eins og eggjahræru. Pottarnir fást í ýmsum litum sem bera nöfn eins og brokkolí, sinnep og bláber, sem vísa þá til litaúrvalsins.

Vefsíða Gwyneth Palthrow, Goop, fjallaði sérstaklega um Great Jones á dögunum og eru pottarnir sagðir í miklu uppáhaldi hjá Palthrow.

Hágæða steypujárnspottar sem finnast í öllum stærðum og gerðum.
Hágæða steypujárnspottar sem finnast í öllum stærðum og gerðum. mbl.is/Great Jones
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka