Við erum dottin inn í smákökutímann og það er ekkert aftur snúið. Leyfum okkur bara að njóta og prófa nýjar uppskriftir sem þessa – mun eflaust falla vel í kramið hjá öllum á heimilinu.
Einfalda jólasmákökuuppskriftin (ca. 120 stk.)
- 250 g sykur
- 250 g smjör
- 1 egg
- 400 g kókosmjöl
- 250 g hveiti
- 2 msk. kakó
- 1 tsk. natron
Aðferð:
- Pískið sykur, mjúkt smjör og egg vel saman. Blandið því næst restinni af hráefnunum út í og hnoðið vel.
- Búið til litlar kúlur úr deiginu (sirka á stærð við eina valhnetu) og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Bakið við 170° í sirka 15 mínútur. Leyfið smákökunum alveg að kólna áður en þær fara í kökubox eða annað ílát.