Magnað kartöflumeðlæti frá Lækninum

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

„Það er morg­un­ljóst að kart­öfl­ur og ost­ur passa ótrú­lega vel sam­an,“ seg­ir hinn eini sanni Lækn­ir í eld­hús­inu, Ragn­ar Freyr Ingvars­son. Ragn­ar kætt­ist á dög­un­um þegar frétt birt­ist um að vænt­an­leg­ur væri á markað nýr ís­lensk­ur ost­ur. Um er að ræða ost­inn Tind sem er óðal­sost­ur sem fær að þrosk­ast í 12 mánuði. 

„Mér finnst sér­stak­lega gam­an að nota svona osta í mat­ar­gerð. Ég komst á bragðið með þetta þegar ég bjó í Svíþjóð. Þar kynnt­ist ég osti  Vä­ster­botten  sem mér finnst mjög ljúf­feng­ur og finnst gott að nota, t.d. í gratín. Hann fær ein­mitt að þrosk­ast í nokkra mánuði eins og Tind­ur  sem er líka þeim kost­um gædd­ur að bráðna vel.“

„Faðir minn á heiður­inn af þess­ari upp­skrift  en hann er mik­ill unn­andi kart­aflna, eig­in­lega sama hvernig þær eru eldaðar. En þegar maður velt­ir þeim upp úr hvít­lauk­sol­íu og osti  þá er maður að miða á stjörn­urn­ar.“

Magnað kartöflumeðlæti frá Lækninum

Vista Prenta

Ljúf­feng­ir ofn­bakaðir kart­öflustafl­ar með hvít­lauk­sol­íu og 12 mánaða svört­um Tindi úr Skagaf­irði

Fyr­ir sex

  • 500 g kart­öfl­ur
  • 6 msk. hvít­lauk­sol­ía
  • 200 g svart­ur Tind­ur (eða Tind­ur, Búri eða t.d. Chedd­ar)
  • salt og pip­ar
  • timj­an til skrauts

Þetta er auðvitað sára ein­föld upp­skrift  en það er oft þannig  ein­falt og sér­lega ljú­fengt.

Ost­inn nálgaðist ég í Osta­búðinni á Skóla­vörðustígn­um. En mér skilst að hann komi ekki í al­menna sölu fyr­ir en eft­ir ára­mót­in. Fram að þeim tíma má að sjálf­sögðu nota venju­leg­an Tind  hann gef­ur þess­um ekk­ert eft­ir þó svo hin svarti hafi aðeins dýpri karakt­er. Þá má að sjálf­sögðu líka prófa Búra eða chedd­ar. Það myndi án efa slá í gegn þar sem all­ir þess­ir ost­ar eiga það sam­eig­in­legt að bráðna vel!

Aðferð:

  1. Skerið kart­öfl­urn­ar niður held­ur þunnt. Auðvitað má gera það með mandó­líni  en það breyt­ir í raun ekki miklu.
  2. Kart­öfl­un­um er svo velt upp úr hvít­lauk­sol­íu. Saltað og piprað.
  3. Svo er það aðalleik­ar­inn. Þetta er fantagóður ost­ur  bragðmik­ill en mjúk­ur á bragðið.
  4. Svo er bara setja fal­lega svuntu á föður sinn og fá hann til að saxa ost­inn í smáa bita.
  5. Svo er bara að raða upp kart­öflu­skíf­un­um upp, gæta sína að dreifa ost­in­um á milli laga.
  6. Aðal­málið er að láta kart­öflustafl­ana halda jafn­vægi. Skreyta með timj­an.
  7. Svo er bara að baka kart­öfl­urn­ar í þrjú kortér við 180 gráðu hita.
  8. Svo er lítið að annað að gera en að gæða sér á þessu sæl­gæti!
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert