Gömlu Rice crispies-kökurnar teknar á næsta stig

mbl.is/María Gomez

„Hér er kom­in ný upp­skrift að Rice crispies-kök­un­um góðu sem nán­ast all­ir lands­menn þekkja. Ég hef mjög oft Rice crispies-kök­ur í af­mæli barn­anna minna og hef ég notað upp­skrift sem er búin að fylgja mér frá því ég var barn.“

„Hér hins veg­ar ákvað ég að gjör­bylta upp­skrift­inni og not­ast við bingó­kúl­ur og Coco pops í staðinn fyr­ir annað hrá­efni.“

María Gomez - Paz.is

mbl.is/​María Gomez

Gömlu Rice crispies-kökurnar teknar á næsta stig

Vista Prenta

Bingópops

  • 300 gr. bingó­kúl­ur (2 pok­ar)
  • 200 gr. smjör eða Ljóma
  • 6 msk. bök­un­ar­s­íróp
  • 200-250 gr. Coco pops

Aðferð:

  1. Setjið smjör og bingó­kúl­ur í pott og bræðið sam­an yfir miðlungs­hita
  2. Bætið síróp­inu út í og hrærið vel sam­an þar til allt er brætt og silkilmjúkt
  3. Takið af hell­unni og bætið út í Coco pops og hrærið var­lega sam­an
  4. Setjið svo í fal­leg muff­ins­form og setjið í frysti
  5. Gott að taka úr frysti 15 mín­út­um áður en á að bera fram
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka