Skotheldur réttur sem engan svíkur

Kjötbollur ættu að vera á boðstólnum í það minnsta einu …
Kjötbollur ættu að vera á boðstólnum í það minnsta einu sinni í viku. mbl.is/Line Thit Klein

Klass­ísku kjöt­boll­urn­ar eru mætt­ar á borðið. Þess­ar klikka aldrei og svíkja eng­an sem á þeim smakk­ar. Hún verður ekki meira org­inal þessi upp­skrift.

Skotheldur réttur sem engan svíkur

Vista Prenta

Klass­ísk­ar kjöt­boll­ur (fyr­ir 4)

  • 500 g svína­hakk
  • 1 meðal­stór lauk­ur
  • 1 egg
  • 3 msk. hveiti
  • 1-1½ dl mjólk
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. pip­ar

Aðferð:

  1. Hakkið lauk­inn mjög smátt og blandið hon­um sam­an við hakkið ásamt eggi, hveiti, mjólk, salti og pip­ar. Ef þú hef­ur góðan tíma er gott að leyfa hakk­blönd­unni að standa nokkra tíma í kæli til að leyfa öll­um hrá­efn­un­um að bland­ast vel sam­an.
  2. Mótið litl­ar kúl­ur og steikið á pönnu, sirka 6 mín­út­ur á hvorri hlið. Gott er að blanda sam­an olíu og smjöri á pönn­unni til að forðast að boll­urn­ar brenni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka