Brauðrétturinn sem er að gera allt vitlaust

mbl.is/María Gomez

Þessi brauðrétt­ur mun mögu­lega brjóta blað í ís­lenskri brauðrétta­hefð. Hér eum við að tala um löðrandi ost og alls kon­ar annað góðgæti sem í sam­ein­ingu ættu að valda yf­irliði. 

Það er nefni­lega fátt skemmti­legra en nýj­ar út­gáf­ur af brauðrétt­um því við skul­um bara horf­ast í augu við staðreynd­ir: Það er fátt betra en góður brauðrétt­ur.

Það er María Gomez sem á heiður­inn að þess­ari snilld en mat­ar­bloggið henn­ar er hægt að nálg­ast R.

mbl.is/​María Gomez

Brauðrétturinn sem er að gera allt vitlaust

Vista Prenta

Brauðrétt­ur­inn sem er að gera allt vit­laust

  • 1 pip­arost­ur
  • 1 mex­ico-ost­ur
  • ca. 100 gr. rjóma­ost­ur
  • 4-5 dl mat­reiðslur­jómi
  • 1 box af svepp­um (250 gr.)
  • 100 gr. pepp­eroni
  • 1 bei­kon­bréf
  • 2 dós­ir sýrður rjómi
  • 1/​2 frans­brauð, tætt niður
  • An­an­as­dós
  • Rif­inn ost­ur

Aðferð:

  1. Ost­arn­ir og rjóm­inn eru sett í pott og brædd, sýrða rjóm­an­um síðan hrært sam­an við.
  2. Rífið brauðið niður og setjið í eld­fast mót.
  3. Svepp­ir og bei­kon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
  4. An­an­as skor­inn smátt og stráð yfir allt sam­an.
  5. Pepp­eroni stráð þar ofan á og osta­blönd­unni hellt yfir.
  6. Að lok­um er rifn­um osti stráð yfir allt og gott er að setja ögn af papriku­dufti yfir.
  7. Bakað í ofni við 200°C í u.þ.b. 20-30 mín­út­ur eða þar til allt er orðið gull­in­brúnt.
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert