Nautaþynnur með sesam-sojadressingu

mbl.is/Björn Árnason

Út er kom­in bók­in Grill­markaður­inn, sem inni­held­ur úr­val bestu og þekkt­ustu upp­skrifta veit­ingastaðar­ins vin­sæla. Í bók­inni er jafn­framt að finna upp­skrift­ir sem eru ekki leng­ur á mat­seðli og hef­ur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mik­ill hval­reki fyr­ir aðdá­end­ur Grill­markaðar­ins.

Nautaþynn­ur með ses­am-soja­dress­ingu

Vista Prenta

Nautaþynn­ur með ses­am­soja­dress­ingu

  • 600 g nauta­lund
  • olía til að pensla með
  • salt og pip­ar

Aðferð:

Snyrtið nauta­lund­ina og þerrið hana vel með papp­ír. Penslið hana með olíu og kryddið með salti og pip­ar. Hitið pönnu þar til hún er blúss­andi heit og steikið kjötið í 1 mín­útu á báðum hliðum. Vefjið kjötið inn í eld­húspapp­ír og plast­filmu og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst en það má geyma það yfir nótt eða jafn­vel tvær. Skerið kjötið svo eins þunnt og þið getið. Kjötið á að skera þvert á kjötþræðina eins og lund­in ligg­ur.

Ses­am-soja­dress­ing

  • 4 skalott­lauk­ar, fínt saxaðir
  • 1 msk. hrís­grjóna­e­dik
  • 1 msk. vatn
  • ½ msk. syk­ur
  • Svo­lít­ill svart­ur pip­ar
  • 4 msk. olía
  • 4 msk. ses­a­mol­ía
  • 3 msk. sojasósa

Söxuð fersk kórí­and­erlauf eft­ir smekk

Blandið öllu sam­an í skál.

Á disk­inn:

  • 2 nashi-per­ur (eða venju­leg­ar per­ur), fínt skorn­ar
  • 100 g par­mesanost­ur, rif­inn
  • 4 msk. salt­hnet­ur, muld­ar

Raðið kjöt­inu á disk og setjið dress­ing­una yfir. Dreifið per­un­um, par­mesanost­in­um og salt­hnet­un­um yfir og berið fram.

Hrefna Rósa Sætran.
Hrefna Rósa Sætr­an. mbl.is/​Björn Árna­son
mbl.is/​Björn Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert