Hinn fullkomni helgarmorgunverður

mbl.is/bbcgoodfood.com

Við get­um ekki sagt „nei takk“ við blöndu sem þess­ari. Þegar rjóma­ost­ur, mangó chut­ney og avoca­do mæt­ast ofan á volgu nan-brauði þá bjóðum við góðan dag­inn – enda er þetta hinn full­komni morg­un­verður að okk­ar skapi.

Hinn fullkomni helgarmorgunverður

Vista Prenta

Hinn full­komni morg­un­verður (fyr­ir 2)

  • 1 msk. olífu­olía
  • 2 egg
  • 2 lít­il nan-brauð
  • 4 msk. rjóma­ost­ur
  • 2 msk. mangó chut­ney
  • 1 avoca­do
  • ½ lime
  • 1 grænt chili
  • Ferskt kórí­and­er

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á blæstri á 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið eggið og á meðan hitið þá nan-brauðin inni í ofni.
  2. Smyrjið nan-brauðin með rjóma­osti og dreifið mango chut­ney yfir. Setjið egg ofan á hvort sitt brauðið og toppið með avoca­do, safa úr lime, smátt söxuðu chili og kórí­and­er.
Fullkomin samsetning á nanbrauði til að hefja daginn.
Full­kom­in sam­setn­ing á nan­brauði til að hefja dag­inn. mbl.is/​bbcgood­food.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka