Þessi uppskrift kemur verulega á óvart enda er hráefnalistinn að mestu hefðbundinn fyrir utan hráefni sem kemur manni algjörlega í opna skjöldu.
Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem verður spennandi að prófa.
Súkkulaðibitakökur
- 200 gr hveiti
- ½ tsk matarsódi
- ¼ tsk salt
- 115 gr smjör við stofuhita
- 100 gr sykur
- 90 gr púðursykur
- 1 tsk vanilludropar
- 40 gr majónes frá E. Finnsson
- 80 gr súkkulaðidropar
Aðferð:
- Hitið ofninn 180°C.
- Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og leggið til hliðar.
- Þeytið saman smjör, sykur, púðursykur og vanilludropa þar til létt og ljóst.
- Bætið þurrefnunum saman við og því næst majónesinu.
- Vefjið að lokum súkkulaðidropunum saman við.
- Skammtið kúfaðar matskeiðar fyrir hverja köku og rúllið upp í kúlu sem þið þrýsið örlítið á þegar hún er komin á bökunarplötuna. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.