Geggjuð kjötsamloka sem auðvelt er að búa til

Afganga má nota í margar snilldarmáltíðir sem þessa.
Afganga má nota í margar snilldarmáltíðir sem þessa. mbl.is/SpoonForkBacon

Þú þarft ekki að eiga mikið til í ísskápnum til að töfra fram girnilega kjötsamloku. Hér er upplagt að nota afganga af kjúklingabringu eða öðru góðu nautakjöti og kvöldmáltíðinni er borgið. Við þurfum ekkert að flækja hlutina of mikið í annamesta mánuði ársins.

Auðveld kjötsamloka (fyrir 4)

  • Tilbúnar kjúklingabringur eða annað kjöt (gott að nota afganga)
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 4 msk. smjör, ósaltað
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk. lauksalt
  • Salt og pipar
  • Baguette-brauð
  • ¾ bolli ceasar dressing
  • Salat
  • Parmesan-ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°.
  2. Blandið saman í lítilli skál, smjör, hvítlauk, lauksalti, salti og pipar. Pískið vel saman.
  3. Skerið baguette brauðið til helminga og smyrjið með blöndunni. Setjið inn í ofn með skurðarhliðina upp og ristið í 5 mínútur. Skerið brauðið í fjóra helminga og setjið til hliðar.
  4. Takið fram aðra skál og blandið saman káli (skorið niður) og ¼ af ceasar-dressingunni.
  5. Smyrjið baguette-brauðið með restinni af ceasar dressingunni og toppið helmingana með kjöti og salatblöndunni.
  6. Rífið gróflega parmesan ost yfir alla helmingana og berið fram.
mbl.is/SpoonForkBacon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert