Forréttur sem verður að smakkast

Fullkominn forréttur fyrir fjóra.
Fullkominn forréttur fyrir fjóra. mbl.is/Voresmad.dk

Við tök­um vel á móti litl­um og létt­um rétt­um – eða for­rétt­um eins og það oft­ast er kallað. Hér bjóðum við upp á frek­ar ein­falda út­gáfu af bragðgóðum byrj­anda sem inni­held­ur asp­as og bres­a­ola.

Forréttur sem verður að smakkast

Vista Prenta

Góði for­rétt­ur­inn fyr­ir fjóra

  • 8 bres­a­ola-skíf­ur
  • 8 græn­ir asp­as
  • 1 rauð paprika
  • Ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • 2 msk. hesli­hnet­ur
  • ½ rós­marín­búnt
  • 1 stór hvít­lauk­ur
  • Sítr­ónu­mel­issa

Aðferð:

  1. Skolið asp­asinn og brjótið neðsta end­ann af. Skolið paprik­una, fjar­lægið kjarn­ann og skerið í langa strimla.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið asp­asinn og paprik­una þar í nokkr­ar mín­út­ur. Saltið og piprið.
  3. Saxið hnet­urn­ar, rós­marín og hvít­lauk fínt og skellið því á pönn­una síðustu mín­út­una.
  4. Leggið asp­as og papriku á bres­a­ola og rúllið upp. Skreytið með sítr­ónu­mel­issu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka