Ómótstæðilegur ís með óvæntu bragði

Grænn og gómsætur rjómaís með basilikum.
Grænn og gómsætur rjómaís með basilikum. mbl.is/Julie Polar De Greeve

Basilika er ein elsta og vin­sæl­asta kryd­d­jurt sem til er í heim­in­um. Við not­um hana óspart til að bragðbæta mat­inn en sjald­an í þessu formi sem við kynn­um hér. Mjúk­an heima­til­bú­inn ís með basiliku ættu all­ir að prófa, því hann kem­ur sann­ar­lega á óvart.

Ómótstæðilegur ís með óvæntu bragði

Vista Prenta

Frísk­andi ís með basilik­um (fyr­ir 6)

  • 5 eggj­ar­auður
  • 175 g syk­ur
  • 1 vanillu­stöng
  • ½ l nýmjólk
  • 2,5 l rjómi
  • Salt á hnífsoddi
  • 50 g basilika

Aðferð:

  1. Pískið eggj­ar­auður og syk­ur vel sam­an, þar til bland­an verður ljósgul á lit og það þykk í sér að hún lek­ur úr þeyt­ar­an­um í klump­um.
  2. Skrapið korn­in úr vanillu­stöng­inni og setjið í pott ásamt stöng­inni, mjólk­inni og rjóm­an­um. Hitið upp að suðu og takið þá strax af hell­unni.
  3. Hellið mjólk­ur­blönd­unni smátt og smátt í eggja­blönd­una og hrærið í á meðan.
  4. Hellið öllu aft­ur í pott­inn á væg­an hita og leyfið blönd­unni að þykkna. Hrærið í á meðan þar til bland­an hef­ur náð 85°.
  5. Takið pott­inn af hell­unni og hellið í gegn­um sigti yfir skál. Hrærið í blönd­unni í skál­inni þar til bland­an hef­ur kólnað.
  6. Blandið smá­veg­is af krem­inu sam­an við basiliku­blöðin. Bætið svo rest­inni af krem­inu út í og blandð sam­an. Leyfið blönd­unni að standa yfir nótt í ís­skáp.
  7. Setjið næsta dag inn í frysti. Gott er að taka ís­inn út 20 mín­út­um áður en hann er bor­inn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert