Sjúklegt sætkartöflumeðlæti

Sætar kartöflur og spínat – blanda sem getur ekki klikkað.
Sætar kartöflur og spínat – blanda sem getur ekki klikkað. mbl.is/bbcgoodfood.com

Þegar sæt­ar kart­öfl­ur eru ann­ars veg­ar get­ur fátt klikkað. Hér eru þær dul­bún­ar í bragðgóðum rétti með spínati og sýrðum rjóma. Sama hvort þú sért græn­met­isæta eður ei, þá lang­ar þig í þetta.

Sjúklegt sætkartöflumeðlæti

Vista Prenta

Sjúk­legt sæt­kart­öflu meðlæti

  • 300 ml sýrður rjómi (meira ef þú vilt)
  • 1 hvít­lauksrif
  • 2 rós­marín­grein­ar
  • 250 g frosið spínat
  • Múskat
  • Smjör
  • 850 g sæt­ar kart­öfl­ur, skræld­ar og skorn­ar í þunn­ar sneiðar
  • Chedd­ar- eða par­mes­an-ost­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200° (180° á blæstri). Setjið sýrðan rjóma, hvít­lauk og rós­marín­grein­ar í pott og leyfið suðunni að koma upp. Slökkvið á hit­an­um, kryddið og leyfið að standa.
  2. Setjið spínatið í sigti og hellið sjóðandi vatni yfir. Reynið að ná eins miklu af vatn­inu úr spínatinu og hægt er. Kryddið með salti, pip­ar og múskati.
  3. Takið fram eld­fast mót og smyrjið. Dreifið helm­ingn­um af sæt­kart­öflu­skíf­un­um yfir botn­inn. Setjið því næst spínat og aft­ur kart­öfl­ur. Hellið sýrðu rjóma­blönd­unni í gegn­um sigti og yfir kart­öfl­urn­ar (til að hvít­lauk­ur­inn og rós­marín­grein­arn­ar sitji eft­ir).
  4. Stráið osti yfir og bakið í ofni í 45-55 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert