Sjúklegt sætkartöflumeðlæti

Sætar kartöflur og spínat – blanda sem getur ekki klikkað.
Sætar kartöflur og spínat – blanda sem getur ekki klikkað. mbl.is/bbcgoodfood.com

Þegar sætar kartöflur eru annars vegar getur fátt klikkað. Hér eru þær dulbúnar í bragðgóðum rétti með spínati og sýrðum rjóma. Sama hvort þú sért grænmetisæta eður ei, þá langar þig í þetta.

Sjúklegt sætkartöflu meðlæti

  • 300 ml sýrður rjómi (meira ef þú vilt)
  • 1 hvítlauksrif
  • 2 rósmaríngreinar
  • 250 g frosið spínat
  • Múskat
  • Smjör
  • 850 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í þunnar sneiðar
  • Cheddar- eða parmesan-ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200° (180° á blæstri). Setjið sýrðan rjóma, hvítlauk og rósmaríngreinar í pott og leyfið suðunni að koma upp. Slökkvið á hitanum, kryddið og leyfið að standa.
  2. Setjið spínatið í sigti og hellið sjóðandi vatni yfir. Reynið að ná eins miklu af vatninu úr spínatinu og hægt er. Kryddið með salti, pipar og múskati.
  3. Takið fram eldfast mót og smyrjið. Dreifið helmingnum af sætkartöfluskífunum yfir botninn. Setjið því næst spínat og aftur kartöflur. Hellið sýrðu rjómablöndunni í gegnum sigti og yfir kartöflurnar (til að hvítlaukurinn og rósmaríngreinarnar sitji eftir).
  4. Stráið osti yfir og bakið í ofni í 45-55 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka