Nú eru allir á fullu við að baka smákökur og hér gefur að líta uppskrift sem tikkar í öll box. Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á þessa uppskrift sem hún segir að sé æðislegt. Unaður í hverjum bita segir hún orðrétt og bætir því við að hún hafi orðið að láta fela boxið fyrir sér svo hún kláraði þær ekki. „Það eina sem eg var hrædd um var að lakkrísinn yrði harður í kökunum en hann varð það alls ekki,“ segir Gígja og bætir því við að uppskriftin sé einföld, taki einungis um 30 mínútur og úr verði um 60-65 kökur.
Matarbloggið hennar Gígju er hægt að nálgast HÉR.
Lakkrís- og súkkulaðibitasmákökur
- 220 gr. smjör
- 1 bolli sykur
- 1 bolli púðursykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 1 tsk. matarsódi
- 2 tsk. lyftiduft
- 1/2 tsk. salt
- 3 bollar hveiti
- 150 gr. lakkrískurl með súkkulaði
- 100 gr. súkkulaði í kökurnar
- 50 gr. súkkulaði til skrauts (val)
Aðferð:
- Smjörið er sett í hrærivélina og hrært þar til það verður létt og ljóst, þá er púðursykrinum og sykrinum bætt við og hrært. Næst fara egg og vanilludropar út í og hrært vel. Þurrefnunum er blandað saman í sér skál og þeim svo bætt við í hrærivélina og súkkulaðið og lakkrísinn fer saman við í endann.
- Litlar kúlur eru mótaðar á bökunarpappír, eða um ein teskeið af deigi og þær eru bakaðar í ofninum á 180 gráðum og blæstri í 8-10 min.
- Mér fannst skemmtilegt að poppa aðeins upp á kökurnar og skreyta þær með súkkulaði. Þá er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og þær skreyttar eins og ykkur sýnist.
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir