Svona skreytir Bretlandsdrottning höllina sína

Og þá var kátt í höllinni!
Og þá var kátt í höllinni! mbl.is/Pajor Pawel/Shutterstock

Það er búið að skreyta höllina hátt og lágt, og það eru engir dansandi jólasveinar hjá drottningunni. Rétt eins og ár hvert eru þrjú jólatré sem skreyta hinn stórkostlega sal hallarinnar, Marble Hall.Trén eru sérstaklega ræktuð á jarðlendinu í Windsor.

Trén eru skreytt með sérstöku jólaskrauti sem einkennist af litlum kórónum og vögnum – þar sem hvert og eitt er bróderað eða prýtt litlum glitrandi steinum og glimmeri. Sumar kórónurnar eru meira að segja merktar orðinu „palace“.

Á stigahandriðinu er grenilengja með jólakúlum í fjólubláu, bláu, rauðu, gylltu og bleiku. Ekki hægt að segja annað en að drottningin sé litaglöð, en það sést einnig vel á fatavali hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka