Kjúklingarétturinn sem slær alltaf í gegn

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Góðir kjúk­linga­rétt­ir eru gulli betri og þessi rétt­ur er sér­lega vin­sæll og ómiss­andi í all­ar veisl­ur og af­mæli. Hann kem­ur úr smiðju tengda­móður Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri & ger­sem­um og seg­ir Berg­lind að hann slái alltaf í gegn.

Kjúklingarétturinn sem slær alltaf í gegn

Vista Prenta

Kjúk­linga­rétt­ur­inn henn­ar Ol­lý­ar

Hægt er að rífa heil­an grillaðan kjúk­ling en einnig er sniðugt að nýta af­ganga af kalk­ún eða öðru slíku sem oft er á boðstóln­um yfir hátíðarn­ar.

  • 1 eldaður, rif­inn kjúk­ling­ur
  • ½ smátt saxaður lauk­ur
  • 2 x Cam­p­ells „Cream of Chicken“ súp­ur (2 x 295 g)
  • 500 ml rjómi
  • 8 msk maj­ónes frá E. Finns­son
  • Karrý, salt og pip­ar
  • 200 g gul­ar baun­ir
  • Rif­inn ost­ur
  • Smjör til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Steikið saxaðan lauk­inn upp úr smjöri og karrý (um það bil 1 msk, fer eft­ir styrk krydds­ins).
  2. Þegar lauk­ur­inn er mjúk­ur í gegn má hella rjóm­an­um, súp­un­um og maj­ónes­inu sam­an við og blanda vel á meðal­há­um hita.
  3. Kryddið sós­una til með salti og pip­ar og bætið að lok­um rifn­um kjúk­lingi ásamt gul­um baun­um við og blandið vel.
  4. Hellið kjúk­linga­blönd­unni í eld­fast mót, rífið ost yfir og hitið við 190°C í um 20-25 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn fer að gyll­ast.
  5. Hægt er að út­búa þenn­an ofn­rétt deg­in­um áður, plasta og geyma í ís­skáp og hita áður en veisla byrj­ar. Stund­um höf­um við reynd­ar líka gert þenn­an rétt sem kvöld­verð og hitað hrís­grjón með hon­um og gott bagu­ette brauð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert