Búðu til þinn eigin heimilisilm

Sítrónur á suðu munu færa góðan ilm í húsið.
Sítrónur á suðu munu færa góðan ilm í húsið. mbl.is/Maria Siriano

Það jafn­ast ekk­ert á við vel ilm­andi heim­ili og það má auðveld­lega kalla það fram án búðarkeyptra ilm­spreyja. Við mæl­um með næst þegar þú ert að ganga frá eft­ir mat­inn eða jafn­vel stend­ur í þrif­um að prófa þetta hér.  

Settu nokkr­ar sítr­ónusneiðar eða annað sem heill­ar í pott og láttu sjóða í vatni. Það mun fylla húsið unaðslegri ang­an á meðan þú sinn­ir öðrum hús­verk­um.

Gott er að setja kanil­stöng eða annað sem minn­ir á jól­in nú á aðvent­unni. Já, eða smá greni. 

Ekki gengur að hafa óþef á heimilinu.
Ekki geng­ur að hafa óþef á heim­il­inu. bubblews.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert