Geggjaðar borðskreytingar úr greni

Við tókum saman nokkrar hugmyndir hvernig skreyta má með greni …
Við tókum saman nokkrar hugmyndir hvernig skreyta má með greni fyrir jólin. mbl.is/elledecoraton.se

Jólaskraut er fáanlegt í ýmsum verðflokkum en það besta er oftast alveg ókeypis. Þú getur farið í hvaða stórmarkað sem er í dag og keypt nokkur búnt af greni, eða rölt góðan göngutúr og klippt nokkrar greinar á leiðinni og skreytt heima hjá þér á einfaldan máta – og hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig.

Hengdu greni saman með vír og myndaðu lengju sem þú …
Hengdu greni saman með vír og myndaðu lengju sem þú getur hengt upp t.d. í glugga og skreytt að vild. mbl.is/Fabulous goose
Ein hugmynd er að setja greinar og eucalyptus saman. Eucalyptus …
Ein hugmynd er að setja greinar og eucalyptus saman. Eucalyptus má alveg þorna og verður bara fallegri fyrir vikið. Fallegt að leggja lengju sem þessa á veisluborðið. mbl.is/Thomas Dahl, Boliga magasinet
Ef þú átt glerkúpul heima fyrir er þetta skemmtileg hugmynd. …
Ef þú átt glerkúpul heima fyrir er þetta skemmtileg hugmynd. Væri jafnvel hægt að nota glæra vasa og glös og snúa þeim á hvolf. mbl.is/Lise och Kristian Septimus Krogh, Bo bedre
Þetta er svo geggjað! Að frysta litlar skálar með greni …
Þetta er svo geggjað! Að frysta litlar skálar með greni inni í og svo teljós þar ofan í. Upplagt að spreyta sig áfram með stærðir og setja þá stærri kerti ofan í. mbl.is/Bjørn Johan Stenersen, Bo bedre
Settu greni og blóm inn í glærar jólakúlur sem fást …
Settu greni og blóm inn í glærar jólakúlur sem fást í næstu föndurbúð. mbl.is/Vtwonen
Jólapakkarnir verða örlítið persónulegri með grænum stilki á látlausum pappír.
Jólapakkarnir verða örlítið persónulegri með grænum stilki á látlausum pappír. mbl.is/These four walls
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka