Við þekkjum öll einhvern sem elskar góðar græjur í eldhúsið og það er ekkert skemmtilegra en að gefa því fólki góðar gjafir. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir tækjaóða einstaklinga sem munu pottþétt hitta í mark.
Silkibleik Kitchen Aid-hrærivél mun slá allar aðrar gjafir út af borðinu. Líf og list, 89.990 kr.
mbl.is/Kitchen Aid
Ísgerðarskál sem græjar ísinn á 20 mínútum! Passar á allar vinsælustu Kitchen Aid-hrærivélar og auðveldar ísgerðina til muna. Líf og list, 17.990 kr.
mbl.is/Kitchen Aid
Smart hnífastandur undir alla fínu hnífana þína frá Eva Solo. Epal, 12.500 kr.
mbl.is/Eva Solo
Kraftmikill bluetooth-hátalari frá Bang & Olufsen er ofarlega á lista hjá öllum sem kunna að meta góðar græjur í eldhúsið. Á tilboði núna hjá Ormsson, 62.000 kr.
mbl.is/Bang & Olufsen
Stafrænn og stílhreinn hitamælir úr þýsku stáli frá Rösle – ætti að vera til á hverju heimili. Kokka, 7.490 kr.
mbl.is/Rösle
Hraðsuðuketill getur ekki orðið fallegri en þessi frá Stelton. Kokka, 22.500 kr.
mbl.is/Stelton
Vasahnífur með aukahlutum. Svona græju vilja allir tækjafíklar geta dregið upp í næstu útilegu. Hrím, 5.590 kr.
mbl.is/Wild & Wolf
Lodge-járnpönnurnar eru þær vinsælustu í dag og mega fara inn í ofn. Ekkert vesen, bara steikja, inn í ofn og beint á borðið. Hrím, 4.990 kr.
mbl.is/Lodge