Heimagerður piparkökuís með saltkaramellusósu

mbl.is/Eva Laufey

Jólaís­inn er að margra mati burðar­verkið í góðri hátíðar­veislu. Og þar erum við sam­mála. Ísinn set­ur punkt­inn yfir i-ið ef svo má að orði kom­ast og því borg­ar sig að vanda valið vel þegar kem­ur að vali á ís. 

Eva Lauf­ey á þessa upp­skrift sem hún seg­ir að byggi í grunn­inn á upp­skrift frá tengda­móður henn­ar sem sé ótrú­lega góður. Hún hafi ákveðið að bæta pip­ar­kök­un­um við og sjái ekki eft­ir því. 

„Pip­ar­kök­ur eru al­gjört lostæti og eru sér­stak­lega góðar í þenn­an ís, en þið getið auðvitað bætt t.d. súkkulaði eða kara­mellu út í ís­inn. Ég mæli þó með að þið prófið þessa upp­skrift, silkimjúk­ur ís og „crunch“ af pip­ar­kök­un­um. Ég bauð upp á salta kara­mellusósu með
ísn­um, það er miklu ein­fald­ara að út­búa eig­in kara­mellusósu en ykk­ur grun­ar,“ seg­ir Eva Lauf­ey.

Mat­ar­blogg Evu Lauf­eyj­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Heimagerður piparkökuís með saltkaramellusósu

Vista Prenta

Heima­gerður pip­ar­kökuís með salt­kara­mellusósu

Fyr­ir 6 – 8

Jólaís­inn

  • 10  eggj­ar­auður (ég notaði eggja­hvít­urn­ar í mar­engs­botna)
  • 10 msk. syk­ur
  • 1 tsk. vanilla extract eða vanillu­syk­ur
  • 400 ml rjómi, þeytt­ur
  • 250 g pip­ar­kök­ur (myljið kök­urn­ar)

Aðferð:

  1. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar og syk­ur­inn þar til bland­an verður létt og ljós.
  2. Bætið vanillu og pip­ar­köku­mylsnu út í eggja­blönd­una og hrærið vel sam­an.
  3. Þeytið rjóma og blandið hon­um var­lega sam­an við með sleif.
  4. Hellið blönd­unni í form og frystið í lág­mark sól­ar­hring.

Berið ís­inn gjarn­an fram með saltaðri kara­mellusósu.

Söltuð kara­mellusósa

  • 150 g syk­ur
  • 4 msk. smjör
  • 1 dl rjómi
  • sjáv­ar­salt á hnífsoddi

Aðferð:
1. Bræðið syk­ur á pönnu við væg­an hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.
2. Takið pönn­una af hell­unni þegar syk­ur­inn er all­ur bráðinn og bætið smjör­inu sam­an við í nokkr­um skömmt­um.
3. Hellið rjóm­an­um út í kara­mell­una og hrærið þar til kara­mell­an er orðin þykk og fín.
4. Í lok­in bætið þið salt­inu sam­an við.
Leyfið sós­unni að kólna al­veg áður en þið hellið henni yfir ís­inn. 

mbl.is/​Eva Lauf­ey
mbl.is/​Eva Lauf­ey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert