Forréttur sem slær alltaf í gegn

Rækjuforréttur er alltaf vinsæll á veisluborðið.
Rækjuforréttur er alltaf vinsæll á veisluborðið. mbl.is/Line Thit Klein

Rækj­ur eru vin­sæll for­rétt­ur hjá mörg­um, enda hægt að út­færa á svo marga vegu. Slík­ir rétt­ir slá oft­ast nær alltaf í gegn. Hér er upp­skrift að ein­um slík­um með heima­gerðu dill-maj­ónesi. Upp­lagður rétt­ur fyr­ir fjóra og tek­ur enga stund að fram­reiða svo lengi sem rækj­urn­ar eru þiðnaðar.

Forréttur sem slær alltaf í gegn

Vista Prenta

Rækju­for­rétt­ur með heima­gerðu dill-majó

  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. epla- eða hvít­vín­se­dik
  • 2,5 dl sól­blóma­ol­ía
  • 1 búnt dill
  • 500 g rækj­ur
  • 8 sneiðar af góðu súr­deigs­brauði
  • Sítr­óna
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Pískið eggj­ar­auðurn­ar, salt og edik sam­an.
  2. Bætið ol­í­unni út í mjög ró­lega (jafn­vel bara nokkra dropa til að byrja með) og hrærið vel í á meðan. Passið að setja ol­í­una ekki of hratt út í því þá get­ur maj­ónesið skilið sig – og þá er best að byrja upp á nýtt. Bætið fínt söxuðu dilli út í og smakkið til með salti, pip­ar og sítr­ónusafa.
  3. Hreinsið rækj­urn­ar.
  4. Berið fram rækj­ur á smurðu brauði, jafn­vel ristuðu og smurðu með maj­ónesi. Saltið, piprið og kreistið sítr­ónu yfir rækj­urn­ar (ef vill) og því næst dill­majónes þar ofan á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka