Borðar hákarl í morgunmat á Þorláksmessu

Ólíver Þorsteinsson, rithöfundur með meiru.
Ólíver Þorsteinsson, rithöfundur með meiru. Kristinn Magnússon

Ólíver Þor­steins­son gaf á dög­un­um út sína fyrstu barna­bók, Leit­ina að jóla­kett­in­um, sem hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur sem kem­ur ekki á óvart - ekki síst í ljósi þess að rit­höf­und­irnn er með her lít­illa aðstoðarmanna sem hann pruf­ar hug­mynd­ir sín­ar á. Ólíver, sem er 22 ára gam­all, starfar á leik­skóla þar sem nem­end­ur hans njóta góðs af hug­mynda­auðgi hans og eru dýr­mæt­ir aðstoðar­menn að hans sögn. Við lögðum nokkr­ar grund­vall­ar­spurn­ing­ar fyr­ir Ólíver og kom­umst að ýmsu, meðal ann­ars því að hann borðar mjög svo óvenju­leg­an morg­un­mat á Þor­láks­messu.

Hvar borðar þú jóla­mat­inn í ár? Ég borða jóla­mat­inn í ár heima hjá mér eins og ég hef gert allt mitt líf. Ég er voða heimakær, og sér­stak­lega um jól­in. Ég get ekki hugsað mér að vera ann­ars staðar um jól­in.

Hvað er í mat­inn? Mamma ger­ir alltaf hum­ar í for­rétt og svo í aðal­rétt er kjöt og góm­sætt meðlæti. Fjöl­skyld­an hef­ur alltaf puru­steik en ég krefst þess að fá ham­borg­ar­hrygg líka, þannig að það er alltaf nóg af af­göng­um.

Hvaða mat­ar gæt­ir þú ekki verið án á jól­un­um? Ég gæti aldrei verið án ham­borg­ar­hryggs og laufa­brauðs.

Ein­hver skrít­in jóla­mat­ar­hefð? Ég og bróðir minn fáum okk­ur há­karl í morg­un­mat á Þor­láks­messu. Fólk tel­ur það skrýtið, en ég botna ekk­ert í því.

Upp­á­halds­smá­kök­ur og af hverju? Erfitt að velja á milli. En ef ég þurfti að velja sig­ur­veg­ara myndi ég velja mömm­u­kök­ur. Amma Dolla ger­ir bestu mömm­u­kök­urn­ar og alltaf þegar ég fæ þær kemst ég í jólafíl­ing og það er eng­inn betri fíl­ing­ur en jólafíl­ing­ur­inn.

Bak­ar þú fyr­ir jól­in? Nei, ég hef verið ódug­leg­ur að baka fyr­ir jól­in, ætla mér alltaf að taka upp á því. Tek bakst­ur­inn næstu jól með stæl. Hef það á til­finn­ing­unni að það muni enda í ringul­reið en maður verður að reyna.

Hvernig er und­ir­bún­ing­ur jól­anna á leik­skól­an­um? Við byrj­um alltaf í lok nóv­em­ber á pip­ar­köku­bakstri, svo dett­um við í jólaþema. Krakk­arn­ir gera jóla­sveina úr pappa og jóla­tré úr köngl­um og alls kon­ar. Svo setj­um við upp jóla­tréð með krökk­un­um og leyf­um þeim að skreyta. Jóla­tón­list­in er ávallt part­ur af und­ir­bún­ingn­um, og krakk­arn­ir fá ekki nóg af þess­um frá­bæru lög­um.

Eru krakk­arn­ir spennt­ir fyr­ir bók­inni þinni? Já, ég las bók­ina fyr­ir þau um dag­inn og fékk hlýj­ar mót­tök­ur. Eins og all­ir vita eru krakk­ar hræðilega hrein­skiln­ir sem er reynd­ar bara frá­bært í flest­um til­fell­um. Krakk­arn­ir tóku vel í sög­una og lærðu margt af henni. Svo sagði einn krakki að hann ætlaði að skrifa bók eins og ég þegar hann væri stór, það hlýjaði hjart­anu.

Hvernig er jóla­bóka­flóðið búið að ganga? Það er mikið úr­val af barna­bók­um og sal­an hef­ur gengið ágæt­lega. En þetta er bara mín fyrsta bók og hef­ur al­veg gengið vel miðað við það. Von­andi kaupa all­ir þessa bók á síðustu stundu eða milli jóla og ný­árs.

Er skemmti­legt að gefa út bók? Það ger­ist ekki skemmti­legra. Þetta hef­ur verið langþráður draum­ur minn síðan ég man eft­ir mér. Þetta er allt nýtt fyr­ir mér og ég hef lært margt af þessu. En skemmti­leg­ast af þessu öllu var að fá bók­ina fyrst í hend­ur, það var sko upp­lif­un sem ég gleymi aldrei. Ég vona bara að þessi bók veki upp jóla­til­finn­ingu og kenni börn­um og full­orðnum að dæma ekki bók af káp­unni. Við erum fljót að dæma, en ef við mynd­um gefa okk­ur tíma að kynn­ast bet­ur þá væri heim­ur­inn aðeins betri staður.

Bókin heitir Leitin að jólakettinum.
Bók­in heit­ir Leit­in að jóla­kett­in­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert