Djöflaegg Rauða hanans

Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi rétt­ur er frá­bær sem for­rétt­ur eða meðlæti, pass­ar t.d. mjög vel með jóla­skinku eða síld. Hann kem­ur úr smiðju hins heimsþekkta Marcus Samu­els­son sem rek­ur veit­ingastaðinn Red Rooster í Har­lem.

Djöflaegg Rauða hanans

Vista Prenta

Djöfla­egg Rauða han­ans

Fyr­ir 5 til 10

  • 10 egg
  • 2 boll­ar maj­ónes
  • 1 msk chil­isósa (t.d. sriracha)
  • cayenn­ep­ip­ar á hnífsoddi
  • smá salt
  • lauksulta (sjá upp­skrift að neðan)
  • steikt kapers
  • pikklaður rauðlauk­ur (sjá upp­skrift að neðan)

Aðferð:

Sjóðið egg­in í tíu mín­út­ur. Skerið langs­um og takið rauðurn­ar úr og setjið í mat­vinnslu­vél með maj­ónesi, chil­isósu, salti og cayenn­ep­ip­ar. Hrærið.

Lauksulta

  • 2 lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • 1 msk síróp (úr sykri)
  • 1 msk sinn­eps­fræ
  • smá salt
  • smá smjör til steik­ing­ar

Eldið lauk­inn á pönnu í smá smjöri. Þegar þeir byrja að brún­ast, bætið þá sinn­eps­fræj­um og sírópi sam­an við og hrærið áfram.

Pikklaður lauk­ur

  • 1 rauðlauk­ur
  • 1 bolli hrá­syk­ur
  • 1 bolli sérríe­dik
  • 1 bolli vatn

Aðferð.

Blandið sam­an ed­iki, hrá­sykri og vatni í pott og náið upp suðu. Kælið.

Afhýðið rauðlauk og skerið mjög þunnt og setjið út í volg­an ed­ikvökv­ann og látið liggja í einn til tvo tíma.

Raðið eggja­hvítu­helm­ing­um á disk. Setjið smá lauksultu í botn­inn á hverju eggi. Sprautið eggj­ar­auðumauk­inu ofan á lauk­inn. Steikið kapers á pönnu og stráið yfir. Setjið pikklaða lauk­inn efst.

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert