Þetta salat er kannski tilvalið með jólamatnum en líka með öðrum mat. Hér er rauðkálssalat með appelsínum og hnetum sem er ekki bara bragðgott heldur er það líka svo fallegt á að líta.
Rauðkálssalat með appelsínum og hnetum (fyrir 2)
- ¼ rauðkál (ca. 300 g)
- 60 g þurrkaðar fíkjur
- 1 appelsína
- 2 msk eplaedik
- 3 msk ólífuolía
- 1 tsk hunang
- 25 g valhnetur
- Salt og pipar
Aðferð:
- Skerið rauðkálið fínt og setjið í skál.
- Skerið fíkjurnar í litla bita og setjið út í rauðkálið.
- Dressing: Rífið appelsínubörk í skál og blandið við edik, olíu, hunang, salt og pipar.
- Skerið appelsínuna í litla bita og bætið út í dressinguna. Hellið því næst dressingunni yfir rauðkálið og blandið öllu vel saman.
- Hakkið hneturnar og setjið út í salatið.
- Blandið öllu vel saman áður en salatið er borið fram.