Humarforrétturinn úr Íslandsbankadagatalinu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Góðar upp­skrift­ir leyn­ast víða og þessi á sér ansi merki­lega sögu því eft­ir bestu heim­ild­um birt­ist hún í daga­tali Íslands­banka fyr­ir mörg­um árum og á lík­lega ætt­ir að rekja langt aft­ur ef að lík­um læt­ur. 

Það er Berg­lind Hreiðars á Gotte­rí sem á heiður­inn af út­færsl­unni sem birt­ist hér sem hún seg­ist hafa smakkað fyrst hjá Henný vin­konu sinni. Henný hafi svo sent henni upp­skrift­ina og þá hafi upp­runi henn­ar komið í ljós. Hver á svo upp­haf­lega heiður­inn af upp­skrift­inni er ekki vitað en þið megið endi­lega hafa sam­band við okk­ur ef þið liggið á þeim upp­lýs­ing­um. 

Haft var sam­band við mbl.is og þeim upp­lýs­ing­um komið á fram­færi að höf­und­ur upp­skrift­ar­inn­ar sé eng­in önn­ur en Val­gerður Sig­urðardótt­ir borg­ar­full­trúi sem var á þeim tíma starfsmaður Íslands­banka og sendi upp­skrift­ina inn í keppni. 

Humar­for­rétt­ur­inn úr Íslands­banka­da­ga­tal­inu

Vista Prenta

Humar­vindl­ar upp­skrift

  • 1 stórt hvítt sam­loku­brauð
  • 1 askja skelflett­ur hum­ar (um 300-400 g)
  • 180 g smjör
  • 2 x hvít­lauksrif (pressuð)
  • 1 msk. söxuð fersk stein­selja
  • Salt, sítr­ónupip­ar og hvít­lauks­duft eft­ir smekk
  • Finns­son hvít­laukssósa.

Aðferð

  1. Skerið kant­ana af brauðsneiðunum og fletjið út á báðum hliðum svo það verði þunnt og þétt í sér.
  2. Bræðið smjörið og hrærið pressaðan hvít­lauk­inn, stein­selj­una og smá hvít­lauks­duft sam­an við.
  3. Raðið humri á brauðið, um 2 bit­ar duga fyr­ir hvert brauð en að sjálf­sögðu má setja meiri hum­ar í hvern bita svo þetta er smekks­atriði (ég var með 350 g af humri, setti 2 bita á hverja sneið og úr urðu 18 stykki).
  4. Kryddið humar­inn með sítr­ónupip­ar og salti.
  5. Rúllið brauðinu þétt utan um humar­inn og leggið hann til hliðar með sam­skeyt­in niður.
  6. Hellið smjör­blönd­unni á disk með upp­há­um könt­um og veltið hverj­um bita létt upp úr blönd­unni (var­ist að bleyta bit­ana of mikið en þó þannig að þeir þek­ist al­veg.
  7. Raðið bit­un­um á ofnskúffu íklædda bök­un­ar­papp­ír og bakið í um 12-15 mín­út­ur við 200°C eða þar til þeir gyll­ast og verða stökk­ir að utan.
  8. Best að taka bit­ana strax af smjörpapp­írn­um og raða á papp­ír til að koma í veg fyr­ir þeir liggi og lin­ist upp í smjör­inu sem eft­ir sit­ur.
  9. Berið fram með E. Finns­son hvít­laukssósu og sal­ati.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert