Hver elskar ekki gratíneraðan ost? Hér gefur að líta hinn fullkomna partý-/kósírétt sem tekur tilveruna upp á næsta stig. Við erum að tala um löðrandi ost og huggulegheit. Hvað þarf maður meira?
Gratíneraður Óðals-Ísbúi
Aðferð:
Hitið ofn á grillstillingu og 250°C. Skerið ostinn í litla teninga og setjið í lítið eldfast mót. Stráið kryddjurtunum yfir og hellið smá ólífuolíu yfir að lokum. Setjið undir grill í ofni og bakið þar til osturinn er bráðnaður og gullinbrúnn, eða í um 6-8 mínútur. Takið úr ofninum og hellið hunangi yfir. Berið fram strax með ristuðu súrdeigsbrauði. Hentar sem forréttur eða smáréttur fyrir fjóra. 🌲