Heimagerðir íspinnar með súkkulaði og salthnetum

Það jafnast ekkert á við heimagerðan ís.
Það jafnast ekkert á við heimagerðan ís. mbl.is/Mainlifestyle.dk

Við erum ekk­ert hætt að gera vel við okk­ur þó að stærsta hátið árs­ins sé að líða hjá. Það má alltaf gleðja sig og aðra með heima­gerðum íspinn­um sem munu slá í gegn eins og gott lag með heit­ustu hljóm­sveit lands­ins. Því þess­ir pinn­ar eru ómót­stæðileg­ir svo ekki sé minna sagt.

Heimagerðir íspinnar með súkkulaði og salthnetum

Vista Prenta

Heima­gerðir íspinn­ar með súkkulaði og salt­hnet­um (8 stk.)

  • 2 eggj­ar­auður
  • 50 g syk­ur
  • 1 vanillu­stöng
  • ¼ tsk. salt
  • 2 dl rjómi
  • Íspinna­form

Annað:

  • 200 g mjólk­ursúkkulaði
  • 25 g salt­hnet­ur

Aðferð:

  1. Pískið eggj­ar­auðurn­ar, syk­ur og korn­in úr vanillu­stöng­inni þar til bland­an verður ljós og létt. Saltið. Pískið rjómann og blandið hon­um var­lega sam­an við eggjamass­ann.
  2. Hellið blönd­unni í 8 íspinna­form og frystið í 1 tíma. Stingið pinn­um í ís­inn og setjið aft­ur inn í frysti í það minnsta 8 tíma eða yfir nótt.
  3. Takið ís­inn var­lega úr formun­um og leggið á bök­un­ar­papp­ír. Setjið ís­formin þó aft­ur inn í frysti á meðan.
  4. Hakkið súkkulaði og bræðið yfir vatnsbaði í skál. Hakkið salt­hnet­urn­ar smátt. Hellið súkkulaðinu í glas sem er nægi­lega breitt til að ís­inn kom­ist þar ofan í. Dýfið íspinn­un­um ofan í súkkulaðið og stráið hnet­un­um strax yfir áður en súkkulaðið nær að harðna.
  5. Setjið ís­inn aft­ur inn í frysti í a.m.k. 1 klukku­stund áður en hann er bor­inn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert