Lúxusmorgunverður sem toppar daginn

Morgunverður sem sprengir alla skala.
Morgunverður sem sprengir alla skala. mbl.is/Columbus Leth

Holl­ur morg­un­verður sem spreng­ir í þér bragðlauk­ana, er það ekki eitt­hvað sem við vilj­um ofan á brauð? Það er nefni­lega alls ekk­ert samasem merki á milli þess að hollt sé óspenn­andi – al­veg þver­öfugt í þetta skiptið. Meg­um við bjóða ykk­ur góðan dag­inn með avoca­do, spínati, trufflu­olíu og par­mes­an ofan á súr­deigs­brauð?

Lúxusmorgunverður sem toppar daginn

Vista Prenta

Bragðlauks­sprengja í morg­un­mat (fyr­ir 4)

  • 2 þroskaðir avoca­do
  • ½ sítr­óna
  • Salt og pip­ar
  • 50 g spínat
  • ¼ búnt púrru­lauk­ur
  • ¼ dill­búnt
  • 50 g par­mes­an
  • 4 súr­deigs­brauðsneiðar
  • Trufflu­olía

Aðferð:

  1. Maukið avoca­do með gaffli og kreistið sítr­ónusafa yfir. Smakkið til með salti og pip­ar.
  2. Blandið sam­an í skál spínati, púrru­lauk og dilli. Rífið niður nokkr­ar breiðar par­mes­an-flög­ur og blandið sam­an við sal­atið.
  3. Ristið brauðið.
  4. Dreifið avoca­do-blönd­unni á brauðið og setjið sal­atið þar ofan á. Dreypið trufflu­olíu yfir sneiðarn­ar og jafn­vel smá meira af kryd­d­jurt­un­um ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka