Sonur læknisins sló heldur betur í gegn

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Það kem­ur fyr­ir besta fólk að vakna upp á aðfanga­dags­morg­un og átta sig á því að það gleymdi að gera ís­inn fyr­ir aðfanga­dags­máltíðina. Líka Ragn­ar Frey, Lækn­inn í eld­hús­inu, sem lenti í þess­ari skelf­ingu sem hann sagði reynd­ar að væri eng­in harm­leik­ur enda á hann ráð und­ir rifi hverju.

Bjarg­vætt­in var þó ekki næsta mat­vöru­versl­un held­ur son­ur hans, Vil­hjálm­ur Bjarki, sem reiddi fram upp­skrift sem hann vildi ólm­ur prófa.

Útkom­an var al­veg hreint framúrsk­ar­andi og var Ragn­ar Freyr að von­um stolt­ur en færsl­una í heild sinni má nálg­ast HÉR.

Sonur læknisins sló heldur betur í gegn

Vista Prenta

Jólaís­inn að hætti Vil­hjálms Bjarka - með súkkulaðik­urli og heima­gerðri jarbaberja­sultu

Fyr­ir ís­inn

  • 4 egg
  • 100 g syk­ur
  • 1 vanillu­stöng
  • 500 g rjómi

Fyr­ir sult­una

  • 250 g jarðaber
  • 75 g syk­ur
  • safi úr hálfri sítr­ónu

Kurlið:

  • 1 plata af rjómasúkkulaði

Aðferð:

  1. Fyrsta skrefið er að aðskilja eggj­ar­auðurn­ar frá eggja­hvít­un­um.
  2. Næst er að þeyta eggj­ar­auðurn­ar sam­an við syk­ur­inn.
  3. Svo er eggja­bland­an bragðbætt með vanillu­fræj­um. Næst er að þeyta eggja­hvít­urn­ar og blanda var­lega sam­an við þeytt­an rjóma. Væri ferlið stöðvað þarna væri maður kom­inn með dá­sam­leg­an vanilluís. En Villi vildi halda áfram.
  4. Næst var að huga að jarðaberj­un­um. Villi sneiddi þau niður í fjórðunga.
  5. Svo setti hann ber­in í pott, ásamt sykri og smá vatns­skvettu og sítr­ónusafa og sauð upp. Bland­an fékk að sjóða niður við lág­an hita í 10-15 mín­út­ur, þar til jarðaber­in voru orðin flau­els­mjúk.
  6. Svo var að hakka niður súkkulaðið og blanda súkkulaðik­url­inu sam­an við vanilluís­inn.
  7. Næst var ís­blönd­unni komið fyr­ir í kaldri Kitchenaid ís­gerðarskál. Þetta skref er í raun ekki nauðsyn­legt en ger­ir það að verk­um að ís­inn frosn­ar í minni kristöll­um og áferðin verður mýkri held­ur en hann fær þegar hann er sett­ur beint í fryst­inn.
  8. Þegar ber­in voru orðin mjúk stappaði hann þau niður í fal­lega og ljúf­fenga sultu og gæddi sér á jarðaberj­um sam­tím­is.
  9. Svo setti hann helm­ing­inn af ísn­um í botn­inn á formi og svo sultu nokkuð jafnt yfir og svo annað lag af ís yfir.
  10. Þið getið rétt ímyndað ykk­ur hvað ég var stolt­ur! Og hann var líka nokkuð sátt­ur við verkið.
  11. Og þetta hafðist. Um kvöldið hafði ís­inn náð að frjó­sa og var ótrú­lega ljúf­feng­ur.
  12. Og með heima­gerðri súkkulaðisósu. Þetta var sko punkt­ur­inn yfir i-ið!
Vilhjálmur Bjarki ber sig fagmannlega að enda á hann ekki …
Vil­hjálm­ur Bjarki ber sig fag­mann­lega að enda á hann ekki langt að sækja hæfi­leik­ana. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert