Grillaðar risarækjur með hvítlauksmajó

Gómsætar grillaðar risarækjur með hvítlauksmajónesi geta ekki klikkað.
Gómsætar grillaðar risarækjur með hvítlauksmajónesi geta ekki klikkað. mbl.is/Line Thit Klein

Við elsk­um all­an grill­mat og þessi upp­skrift er eng­in und­an­tekn­ing. Hér höf­um við mar­in­eraðar rækj­ur í nóg af sítr­ónu, olíu og kryd­d­jurt­um að eig­in vali. Sann­kölluð kónga­máltíð þar sem hvít­lauks­majónesið er full­komið til að dýfa rækj­un­um í.

Grillaðar ris­arækj­ur með hvít­lauks­majó

Vista Prenta

Grillaðar ris­arækj­ur með hvít­lauks­majó (fyr­ir 4)

  • 500 g ris­arækj­ur
  • 1 stór sítr­óna
  • 3 stór hvít­lauksrif
  • 1 búnt af stein­selju
  • 3 msk ólífu­olía
  • Tré­spjót

Hvít­lauks­majónes:

  • 2 eggj­ar­auður
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk dijons­inn­ep
  • ½ sítr­óna
  • 1 stór hvít­lauk­ur
  • 2 msk stein­selja
  • 2 dl bragðgóð olía

Aðferð:

  1. Blandið sítr­ónusafa, fínt hökkuðum hvít­lauk, gróf­hökkuðum kryd­d­jurt­um og ólífu­olíu sam­an og veltið rækj­un­um upp úr blönd­unni. Látið standa í hálf­tíma.
  2. Maj­ónes: Hrærið eggj­ar­auðunum við salt, sinn­ep, sítr­ónusafa og fínst söxuðum hvít­lauk. Hellið ol­í­unni var­lega út í á meðan hrært er í, stöðugt.
  3. Blandið fínt saxaðri stein­selju út í maj­ónes­blönd­una og smakkið til með salti og sítr­ónusafa.
  4. Setjið rækj­urn­ar á tré­spjót og grillið í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið.
  5. Berið strax fram með heima­gerðu maj­ónesi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert