Við elskum allan grillmat og þessi uppskrift er engin undantekning. Hér höfum við marineraðar rækjur í nóg af sítrónu, olíu og kryddjurtum að eigin vali. Sannkölluð kóngamáltíð þar sem hvítlauksmajónesið er fullkomið til að dýfa rækjunum í.
Grillaðar risarækjur með hvítlauksmajó
Grillaðar risarækjur með hvítlauksmajó (fyrir 4)
- 500 g risarækjur
- 1 stór sítróna
- 3 stór hvítlauksrif
- 1 búnt af steinselju
- 3 msk ólífuolía
- Tréspjót
Hvítlauksmajónes:
- 2 eggjarauður
- ½ tsk salt
- 1 tsk dijonsinnep
- ½ sítróna
- 1 stór hvítlaukur
- 2 msk steinselja
- 2 dl bragðgóð olía
Aðferð:
- Blandið sítrónusafa, fínt hökkuðum hvítlauk, grófhökkuðum kryddjurtum og ólífuolíu saman og veltið rækjunum upp úr blöndunni. Látið standa í hálftíma.
- Majónes: Hrærið eggjarauðunum við salt, sinnep, sítrónusafa og fínst söxuðum hvítlauk. Hellið olíunni varlega út í á meðan hrært er í, stöðugt.
- Blandið fínt saxaðri steinselju út í majónesblönduna og smakkið til með salti og sítrónusafa.
- Setjið rækjurnar á tréspjót og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
- Berið strax fram með heimagerðu majónesi.