Ofureinfalt sveppa-carpaccio

Nammi namm! Sveppa-carpaccio er frábær forréttur.
Nammi namm! Sveppa-carpaccio er frábær forréttur. mbl.is/Mainlifestyle.dk

Carpaccio með svepp­um og tóm­at­salsa – það er eitt­hvað sem mun falla vel í kramið hjá gest­um og gang­andi. Og ofan í kaupið þá tek­ur það enga stund að græja og er ofur ein­falt í fram­kvæmd. Það eru sem sagt bara plús­ar en eng­ir mínus­ar í þess­ari upp­skrift.

Of­ur­ein­falt sveppa-carpaccio

Vista Prenta

Of­ur­ein­falt sveppa-carpaccio (fyr­ir 4)

  • 250 g svepp­ir
  • 2 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1 rauður chili
  • 2 tóm­at­ar
  • Fersk basilika
  • 1 msk. bal­sa­mik
  • 3 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • Nýrif­inn Prima Donna-ost­ur

Annað:

  • Brauð

Aðferð:

    1. Skolið og hreinsið svepp­ina og skerið þá í mjög þunn­ar sneiðar.
    2. Hellið helm­ingn­um af sítr­ónusaf­an­um á disk­inn sem þú ætl­ar að bera rétt­inn fram á. Leggið sveppasneiðarn­ar á disk­inn og rest­ina af sítr­ónusaf­an­um þar yfir.
    3. Tóm­at­salsa: Skerið chili, tóm­ata og basiliku fínt. Blandið bal­sa­mik, ólífu­olíu salti og pip­ar sam­an við tóm­at­blönd­una.
    4. Leggið tóm­at­salsað ofan á svepp­ina og rífið Prima Donna þar yfir. Skreytið með basiliku-blöðum.
    5. Berið sveppa-carpaccio fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert