Nokkur einföld trix með ólífuolíu

Ólífuolía er til margs brúks, ekki bara í matargerð.
Ólífuolía er til margs brúks, ekki bara í matargerð. mbl.is/Nico Tondini/ Photographer's Choice/ Getty Images

Við notum ólífuolíu mikið við matargerð en hana má nýta á svo marga aðra vegu á heimilinu. Sumir setja olíu í spreybrúsa og eru alltaf með hann til taks undir eldhúsvaskinum því það er frábært að geta gripið í olíuna þegar mann vantar aðeins að pússa vaskinn eða pottana.

  • Næst þegar þú setur t.d. hunang, sinnep eða hnetusmjör í mæliglas eða skeið, penslaðu þá mæliskeiðina með olíu á undan. Þá rennur hráefnið léttilega af mæliskeiðinni.
  • Fáðu stálpottana þína til að glansa. Nuddaðu þá með ólífuolíu í klút og þurrkaðu svo yfir með hreinum klút.
  • Losaðu límmiða af hlutum með olíunni. Settu olíu á miðann og þar í kring og leyfðu að standa í 15 mínútur. Miðinn mun renna af eftir það.
  • Þú getur notað ólífuolíu ef hringur á fingri situr fastur.
  • Ólífuolíu má einnig nota til að taka andlitsfarða. Olían er sérstaklega góð til að fjarlægja maskara þar sem hún nærir augnhárin í leiðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert