Salatið sem þú þarfnast í janúar

Salatið sem þú munt vilja borða restina af árinu.
Salatið sem þú munt vilja borða restina af árinu. mbl.is/Columbus Leth

Við þurf­um á þessu sal­ati að halda í fyrsta mánuði árs­ins. Og jafn­vel rest­ina af ár­inu ef út í það er farið. Hér bjóðum við upp á kjúk­linga­sal­at með bragðgóðri sinn­eps­dress­ingu.

Salatið sem þú þarfnast í janúar

Vista Prenta

Sal­atið sem þú þarfn­ast í janú­ar (fyr­ir 2)

  • 200 g kínóa
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 1 skallott­lauk­ur
  • 200 g kjúk­linga­bring­ur
  • Salt og pip­ar
  • ¼ hvít­kál, gjarn­an rautt
  • 1 avoca­do
  • 12 cherry-tóm­at­ar
  • Ferskt timí­an

Sinn­eps­dress­ing:

  • 1 msk. sinn­ep
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. edik
  • 1 tsk. hun­ang
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Sjóðið kínóa sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Blandið kínóa sam­an við olíu, sítr­ónusafa og fínt saxaðan skallott­lauk, og leyfið því að kólna.
  3. Skerið kjúk­ling­inn í litla bita og steikið upp úr olíu á pönnu, saltið og piprið. Leyfið kjúk­lingn­um að kólna.
  4. Skerið kálið fínt og avoca­do í litla bita. Skerið tóm­at­ana til helm­inga.
  5. Skiptið hrá­efn­un­um til helm­inga á tvo diska eða krukk­ur (upp­lagt til að taka með sem nesti).
  6. Sinn­eps­dress­ing: Hrærið öll hrá­efn­in sam­an og hellið yfir þegar njóta á sal­ats­ins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka