Stökkir raviolikoddar á tómatsalsa

Girnilegir stökkir spínatkoddar með tómatsalsa.
Girnilegir stökkir spínatkoddar með tómatsalsa. mbl.is/Bobedre

Frábær forréttur er að detta hérna í fangið á ykkur. Einfaldur, bragðgóður og vinsæll á meðal þeirra sem hafa smakkað. Smekklega borinn fram á skeið sem gefur eilítið öðruvísi stemningu við matarborðið.

Stökkir raviolikoddar á tómatsalsa (fyrir 8)

  • Ferskt ravioli með spínati
  • Ólífuolía
  • Kerfill (má sleppa)
  • 400 g tómatar
  • 1 avocado
  • 1 sítróna
  • 1 chilí
  • 2 stór hvítlauksrif
  • Basilika
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hakkið tómatana smátt og skerið avocado í litla bita. Kreistið sítrónusafa yfir avocado-ið.
  2. Fjarlægið kjarnann úr chilíinum og saxið smátt niður.
  3. Veltið tómötunum saman við avocado, chili og pressaðan hvítlauk. Saxið basiliku og veltið upp úr salsablöndunni með ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Hitið olíu í potti og steikið ravioli í 1-2 mínútur á hvorri hlið, þar til koddarnir verða stökkir. Leyfið olíunni að leka af á eldhúspappír. Setjið tómatsalsa í skeiðar og einn raviolikodda þar ofan á. Skreytið með smátt söxuðum kerfli (eða basiliku).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka