Pítsan sem þú munt eingöngu vilja hér eftir

Holla útgáfan af ljúffengri pizzu.
Holla útgáfan af ljúffengri pizzu. mbl.is/Skovdal Nordic

Við pöss­um kannski upp á lín­urn­ar en hætt­um aldrei að borða pítsu, enda geta þær verið holl­ar og góðar eins og þessi sem við erum að bjóða upp á. Hér er ekk­ert löðrandi í pítsusósu því botn­arn­ir eru smurðir með sýrðum rjóma og það er sal­at með á kant­in­um.

Pítsan sem þú munt eingöngu vilja hér eftir

Vista Prenta

Píts­an sem þú munt ein­göngu vilja hér eft­ir

  • Pítsu­deig (nægi­legt í tvær þunn­ar pizz­ur)
  • 200 g sýrður rjómi, 18%
  • 1 msk. hveiti
  • 8 beikonsneiðar, létt­steikt­ar
  • 1 rauðlauk­ur
  • Vor­lauk­ur
  • 100 g fetakubb­ur eða feta­ost­ur með kryddi
  • 4 msk. graslauk­ur

Sal­at:

  • 300 g blandað sal­at
  • 200 g cherry-tóm­at­ar
  • 200 g fetakubb­ur eða feta­ost­ur með kryddi

Aðferð:

  1. Stilltu ofn­inn á hæstu still­ingu og settu tvær bök­un­ar­plöt­ur þar inn.
  2. Skiptið pizza­deig­inu í tvennt og rúllið út hvor­um helm­ingi fyr­ir sig þannig að botn­arn­ir verði mjög þunn­ir. Smyrjið með sýrðum rjóma.
  3. Takið bök­un­ar­plöt­urn­ar úr ofn­in­um þegar þær eru orðnar vel heit­ar og stráið ör­litlu af hveiti yfir.
  4. Setjið því næst botn­ana strax á plöt­urn­ar og dreifið yfir þær bei­koni, rauðlauk og vor­lauk – og setjið strax aft­ur inn í ofn.
  5. Bakið pizzurn­ar í 8-12 mín­út­ur þar til botn­arn­ir eru bakaðir í gegn.
  6. Dreifið fetakubbi og graslauk yfir pizzurn­ar áður en þær eru born­ar fram.
  7. Blandið sam­an sal­ati, tómöt­um og fetakubbi og berið fram með pizz­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert