Girnileg chia-jógúrt með granatepli og pistasíum

Ekki amalegt að byrja daginn á svona orkusprengju.
Ekki amalegt að byrja daginn á svona orkusprengju. mbl.is/Tia Borgsmidt

Dekraðu við þig! Eitt af áramótaheitunum gæti snúist um að gera vel við sig, allt árið um kring. Hér er holla útgáfan af dekri sem kroppurinn mun elska. Chia-jógúrt með granateplum, grape og pistasíuhnetum.

Chia-jógúrt með granatepli og pistasíum (fyrir 4)

  • 1 lítri af hreinni jógúrt (eða feitri grískri jógúrt)
  • 2 msk. chiafræ
  • 2 rauð greip
  • 2 msk. pistasíuhnetur
  • 1 granatepli
  • Smávegis af hunangi

Aðferð:

  1. Hellið jógúrtinni í skál áður en þú skammtar hana, þá verður hún kremkenndari.
  2. Skerið hýðið af greipinu og skerið greipið sjálft í þunnar sneiðar.
  3. Hakkið pistasíuhneturnar.
  4. Hrærið jógúrtina með chiafræjum og skiptið niður í 4 glös ásamt greipi og pistasíuhnetum.
  5. Skerið granateplið til helminga og kreistið safa og belgi yfir jógúrtina. Dreypið örlitlu af hunangi yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka