Ómótstæðileg eplakaka með hnetum og kanil

Slengið þessari köku beint á borðið - við tökum á …
Slengið þessari köku beint á borðið - við tökum á móti. mbl.is/Betina Hastoft

Ein svona klass­ísk, göm­ul og góð sem get­ur ekki klikkað. Það má alltaf hlýja sér yfir kökusneið sem þess­ari með góðum kaffi­bolla. Við eig­um það svo sann­ar­lega skilið.

Gúrme hnetukaka með epl­um (fyr­ir 6)

  • 400 g epli
  • 1 sítr­óna
  • 1 rós­marín­grein
  • 1 kanil­börk­ur
  • 200 g syk­ur
  • 200 g mjúkt smjör
  • 3 egg
  • 120 g hveiti
  • 200 g hnetu­hveiti
  • 1 sítr­óna
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1 bolli hesli­hnet­ur, gróft muld­ar

 Aðferð:

  1. Skrælið epl­in og skerið í grófa bita. Pressið sítr­ónu og setjið í pott ásamt epl­un­um, rós­marín­grein­inni og kanil­berk­in­um. Sjóðið við væg­an hita þar til epl­in verða „al dente“ í 8-10 mín­út­ur.
  2. Hitið ofn­in á 180°. Pískið syk­ur og smjör þar til það verður krem­kennt. Komið eggj­un­um út í, einu í einu, á meðan þú písk­ar. Því næst er hveiti, hnetu­hveiti og lyfti­dufti blandað sam­an við.
  3. Rífið börk­inn af sítr­ónu út í deigið og pressið saf­ann út í líka. Setjið því næst deigið í smurt smellu­form.
  4. Leggið soðnu epl­in ofan á kök­una og ýtið létt á. Dreifið hnet­um yfir og bakið í 45-50 mín­út­ur.
  5. At­hugið með nál hvort kak­an sé bökuð í gegn, setjið þá á rist og leyfið að kólna áður en hún er tek­in úr form­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert