Jamie Oliver gerir dönsku þjóðina orðlausa

Jamie Oliver kveikti í dönsku þjóðinni með nýjustu mynd sinni …
Jamie Oliver kveikti í dönsku þjóðinni með nýjustu mynd sinni á Instagram. mbl.is/alt.dk_Instagram

Stjörnu­kokk­ur­inn Jamie Oli­ver birti mynd í vik­unni á In­sta­gram-síðu sinni sem kveikti held­ur bet­ur í dönsku þjóðinni. Jamie er með 6,9 millj­ón­ir fylgj­enda og því marg­ir sem fylgj­ast vel með er hann legg­ur út nýja mynd á síðuna.

Það nýj­asta hjá kokk­in­um eru ýms­ar út­færsl­ur af brauðsneiðum með lit­rík­um áleggj­um sem kem­ur Dön­um mjög kunn­ug­lega fyr­ir sjón­ir, und­ir nafn­inu „smør­rebrød“. Dan­ir láta vel í sér heyra í komm­enta­kerf­inu, mis­ánægðir með kokk­inn í þetta skiptið. En brauðsneiðarn­ar líta vel út hjá Jamie, hvort sem þær kall­ast „super-food protein loaf“ eins og Jamie orðar það eða smør­rebrød á dönsku.

mbl.is/​Jamie Oli­ver_­In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert