Kasjú-kjúlli sem þú munt elska

Fullkomin máltíð, holl og bragðgóð.
Fullkomin máltíð, holl og bragðgóð. mbl.is/Therecipecritic.com

Þessi uppskrift er svo einföld í framkvæmd og stútfull af fersku grænmeti, kjúklingi og stökkum kasjúhnetum. Allt sem þú vilt í einum rétti – grænt og gómsætt eins og það gerist best.

Kasjú-kjúlli sem þú munt elska (fyrir 4)

  • Ólífuolía
  • 500 g kjúklingabringur, skornar í litla bita
  • 1 zucchini, skorið í sneiðar
  • 1 rauð papríka, skorin í litla bita
  • 1 bolli niðurskornir sveppir
  • ½ bolli gulrætur, rifnar
  • 1 bolli belgbaunir
  • 1 bolli kasjúhnetur
  • ¾ bolli kjúklingasoð (kraftur frá Knorr)
  • ¼ bolli soja sósa
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 msk. maizena
  • 2 msk. vatn
  • Vorlaukur til að skreyta

Aðferð:

  1. Hitið pönnu eða wok-pönnu á meðalhita með olíu. Steikið kjúklinginn á pönnunni og þegar hann er næstum tilbúinn bætið þá zucchini, papríku, sveppum, gulrótum og belgbaunum út á. Steikið þar til grænmetið er orðið meirt og kjúklingurinn tilbúinn. Bætið þá kasjúhnetum við.
  2. Setjið kjúklingasoð, sojasósu, hvítlauk, púðursykur og sesamolíu út á pönnuna. Takið fram litla skál og pískið saman maizena og vatni og bætið því út í réttinn. Leyfið þessu að malla í 2 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
  3. Skreytið með vorlauk og berið fram með hrísgrjónum.
mbl.is/Therecipecritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert